UM FÉLAGIÐ
Það var árið 2006 að markþjálfar á Íslandi stofnuðu fagfélag sem í dag heitir ICF Iceland. Fagfélagið er deild innan International Coaching Federation stærstu markþjálfasamtaka heims. Hlutverk Íslandsdeildar er að styðja við símenntun og fagmennsku og að standa vörð um staðla er snúa að heilindum markþjálfastéttarinnar á landsvísu.
Um ICF Iceland
Stjórn félagsins 2024-2025
Gildi ICF Iceland eru styrkur, kjarkur og árangur.
ICF Iceland er fagfélag þeirra sem starfa við markþjálfun á Íslandi og hafa lokið minnst 60 kennslustunda viðurkenndu markþjálfanámi samkvæmt alþjóðlegum eða evrópskum stöðlum en einnig reynslumeiri markþjálfa sem jafnframt hafa fengið ACC, PCC og MCC* alþjóðagæðavottun á færni sína og fagvitund.
Tilgangur félagsins er að efla markþjálfun sem faggrein á Íslandi og stuðla að metnaði og fagmennsku innan greinarinnar. Starf félagsins miðar að því að fræða félagsmenn sína, efla samstarf innan fagsins og mynda kröftug tengsl markþjálfa innanlands sem erlendis.
Starf félagsins endurspeglast í krafti félagsmanna.
Allir stjórnarmeðlimir ICF Iceland eru faglærðir ICF markþjálfar og starfa í stjórninni sem sjálfboðaliðar.
Ekki hika við að hafa samband ef þau geta stutt þig á einhvern hátt.
Innan félagsins er starfandi fagleg siðanefnd sem tekur við ábendingum er varða brot á siðareglum félagsins.
*Associate Certified Coach (ACC)
Professional Certified Coach (PCC)
Master Certified Coach (MCC)
Formaður
Lella Erludóttir
Varaformaður
Einar Sveinn Ólafsson
Ritari
Ragnheiður Björgvinsdóttir
Gjaldkeri
Valdís Hrönn Berg
Meðstjórnendur
Laufey Haraldsdóttir
Trausti Björgvinsson
Rakel Orradóttir
Varamenn
Agnes Ósk Sigmundardóttir
Netfang icf@icficeland.is
SIÐANEFND:
Dögg Fossberg
David Lynch
Sigurður Haraldsson
Gerður Ásgeirsdóttir
Netfang ethics@icficeland.is
Hafðu samband
Vilt þú koma einhverju á framfæri eða fá upplýsingar?
Stjórn ICF Iceland tekur fagnandi á móti ábendingum, greinum til birtingar á síðunni og öllum fyrirspurnum í forminu hér.