top of page
Writer's pictureicficeland

Bjartir tímar framundan!

Nýkjörnir stjórnarmeðlimir ICF Iceland komu saman á sínum fyrsta stjórnarfundi fimmtudaginn 9. júní sl. Það er hugur í okkur öllum og við horfum björtum augum fram á veginn.



Okkar fyrsta verk er að þjappa félaginu saman - tengja saman böndin á milli stjórnar og félagsmanna. Það ætlum við að gera með því að auka gagnsæi í vinnu stjórnar og vera í góðum og reglulegum samskiptum við félagsmenn. Við viljum með þessu einnig hvetja aðra markþjálfa til leiks sem ekki hafa endurnýjað félagsaðildina.


Hvernig ætlum við að auka gagnsæi?

Stjórnin mun hittast fyrsta þriðjudag í hverjum mánuði. Til að auka gagnsæi verða fundargerðir stjórnarfunda birtar á lokaðri Facebook síðu ICF Iceland. Stjórnarmeðlimir verða jafnóðum opnir og aðgengilegir fyrir endurgjöf og ábendingum frá félagsmönnum.


Hvernig ætlum við að vera í góðum og reglulegum samskiptum við félagsmenn?

Á næstunni verður haft samband við alla núverandi félagsmenn sem og þá sem ekki hafa endurnýjað félagsaðildina. Okkur langar til í að heyra í ykkur hljóðið, hlusta á ykkur í von um að geta aðlagað störf stjórnar eftir hugum og hjörtum sem flestra.


Ertu ekki öruggulega með okkur í að byggja upp félagið okkar og gera það sterkara?


Mánaðarlegir viðburðir og Markþjálfunardagurinn!

Við ætlum einnig að hafa mánaðarlega viðburði fyrir félagsmenn. Gaman er að segja frá því að fyrsti viðburður þessarar stjórnar verður haldinn fimmtudaginn 18. ágúst (nánar auglýstur síðar) þar sem Arnór Már og Ásta Guðrún MCC markþjálfar munu deila reynslu sinni af vottunarferlinu. Að því loknu verður „open mic” fyrir alla þá fjölmörgu markþjálfa sem hafa nýlega fengið vottanir og vilja deila reynslu sinni. Einnig verður Markþjálfunardagurinn endurvakinn! Takið frá 1. og 2. febrúar 2023!


Þú getur endurnýjað félagsaðildina á www.icficeland.is


Fundargerð fyrsta stjórnarfundar er aðgengileg á lokaðri Facebooksíðu ICF Iceland.


Við hlökkum til samstarfsins á komandi starfsári þessarar stjórnar!


Með bjartri sumarkveðju,


Agnes Barkardóttir, formaður

Arnór Már Másson, varaformaður

Alma J. Árnadóttir, ritari

Rakel Baldursdóttir, gjaldkeri


39 views

Related Posts

See All
bottom of page