top of page
Writer's pictureicficeland

Hvað merkir Coaching / markþjálfun?


Coaching eða markþjáflun, eins og við köllum það á íslensku, er tiltölulega nýtt starfsheiti á Íslandi og því eðlilegt að við, sem höfum valið markþjálfun sem starfssvið, fáum oft viðbrögð eins og... „Ha, hvað er það... ertu að þjálfa markmenn?“



– Nei, ég er ekki að þjálfa markmenn sérstaklega, þeir geta að sjálfsögðu líka fengið markþjálfun, eins og allir aðrir. Því markþjálfun er fyrir alla hvar sem þeireru staddir í lífinu.


Orðið markþjálfi er íslenskað frá enska orðinu Coach sem þýðir þjálfi. Upprunnalegu merkingu orðsins má rekja til franska orðsins coche, sem þýðir vagn. Um miðja 18. öld finnst orðið Coaching fyrst í enskum háskólum. Þá hafði það fengið víðtækari merkingu og lýsti frekar samsettu ferli hestaveðhlaups, þar sem hesturinn dregur knapa, sem situr í tvíhjóla vagni, í átt að marki.  Knapinn þarf að hafa stjórn á hestinum um leið og hann fylgist með hinum hestunum á brautinni.


Gott samspil hests og knapa skiptir öllu máli þegar horft er til útkomunnar… milli þeirra þarf að ríkja óbilandi traust, knapinn þarf að „hlusta“ á hestinn og lesa það sem ekki er sagt með orðum. Hann þarf að vera ákveðinn og samtímis bera fullkomið traust til hestsins þegar kappreiðarnar hefjast – treysta á að hesturinn viti hvar markið er, gefa honum lausan taum og vera tilbúinn að grípa inn í og halda hestinum á brautinni ef á þarf að halda.Eins og fyrr segir þýðir orðið coach = vagn sem vísar til tækninnar (hugmynda-fræði coaching) þar sem verkfærin (vagninn) eiga að flytja okkur í átt að markinu.Í kringum 1880 sést orðið svo í amerískum háskólum, þar sem Coach var notaður til að aðstoða framkvæmdastjóra íþróttaliða skólanna.Eftir 1900 eru til heimildir um „non-sporting Coach“ og „non-ekspert Coach“ sem gegndu þá nokkurs konar ráðgjafahlutverki innan mismunandi tæknigreina, ánþess að vera „sérfræðingar“ í faginu. Hlutverk þeirra var að veita innblástur og hvatningu.Það er svo Tim Gallway sem tengir Coaching beint við íþróttaheiminn 1974, þegar hann gefur út bókina „The Inner Game of Tennis“.


Með útgáfu bókarinnarbrýtur hann blað í sögu þjálfunar, þar sem hann heldur því fram að þjálfarinn þurfi ekki að vera sérfræðingur um íþróttina – þvert á móti sé best að hannsé „Not knowing“ – viti ekkert. Hann kom fram með þá kenningu, að þeim mun minna sem coachinn veit, þeim mun betri spurninga getur hann spurt.Hann hélt því líka fram að „Stærsti andstæðingur þinn er ekki sá sem er hinum megin á vellinum heldur sá sem situr í höfðinu á þér“.Árið 2000 gefur Gallway út bókina „The Inner Game of Work“ og er þá hægt að segja að Coaching sé komið inn í viðskiptaheiminn sem þjálfunartæki og ermeðal annars notað í mannauðs- og stjórnendaþjálfun, ásamt starfsþróun m.m.Einn nemenda Gallway, John Whitmore, opnaði Coaching fyrir Evrópu þegar hann skrifaði bókina „Coaching for Performance“ sem kom út árið 1999 og þávar Coaching komið til að vera í Evrópu.Nú er Coaching komið til Íslands og heitir hér, MARKÞJÁLFUN


Bara svona í lokin…Hefur þú heyrt um hestinn sem fór að heiman og týndist?Hann var kominn svo langt að heiman að hann rataði ekki til baka. Eftir marga daga gekk hann fram á bónda nokkurn. Sá virkaði bæði ljúfur og góður svohesturinn treysti honum strax. Bóndinn klappaði hestinum og athugaði hvort hann þekkti merkingu hans, en þar sem hesturinn var svo langt frá heimkynnum sínum þá kannaðist bóndinn ekki við merkið.Bóndinn hugsaði sig um, en svo danglaði hann í hestinn sem rölti af stað út á veginn. Um stund fylgdi hesturinn veginum en beygði svo til vinstri og fór að bítagras utan vegar. Bóndi beið smá stund áður en hann danglaði aftur í hestinn, sem reisti höfuðið og hélt upp á veginn á ný. Allt gekk vel um stund hesturinn hélt sig á veginum, en svo beygði hann til hægri og fór að bíta gras á ný. Bóndi stóð rólegur, danglaði síðan í hestinn og fékk hann upp á veg á ný. Svona leið tíminn og þegar dagur var að kveldi kominn blasti við þeim fallegur og reisulegur bóndabær. Hestur tók á rás og hljóp að bænum eins hratt og fætur toguðu. Bóndinn gekk á eftir og þegar hann kom í hlaðið hitti hann bóndann á bænum og kom þá í ljós að hann átti hestinn.Eigandinn var himinlifandi og spurði bóndann hvernig hann hefði farið að því að leiða hestinn heim.„Það var auðvelt, ég vissi ekki hvar hann átti heima en ég taldi öruggt að hann vissi það sjálfur. Mitt hlutverk var að dangla í hann þegar hann fór út af veginum og minna hann á að halda áfram – og nú er hann kominn HEIM“



88 views

Related Posts

See All
bottom of page