top of page
Agnes Ósk Sigmundardóttir
ACC markþjálfi
Agnes er ACC vottaður markþjálfi, teymisþjálfi og Dale Carnegie þjálfari. Hún er með BA próf í félags- og sálfræði ásamt MSc í Alþjóðaviðskiptum. Áhugasvið í markþjálfun er skapandi nálgun, sálrænt traust í hópum, árangursrík samskipti og aukið hugrekki til þess að stækka.
Þess fyrir utan er hún bogmaður fædd á ári drekans, hamingjusamlega gift æskuástinni, móðir þriggja pilta, útivistarkona, bókaormur, prjónasjúk húsmóðir í úthverfi Reykjavíkur.
Agnes hefur meðal annars starfað í markaðsmálum, verkefnastjórnun, byggingaverktöku, fararstjórn, líkamsræktarþjálfun og viðburðastjórnun. Skemmtilegast er að fylgja fólki í gegnum umbreytingaferli eins og velheppnuð markþjálfun er.
8965696
Linkedin slóð
Vefsíðu slóð
bottom of page