Lilja Gunnarsdóttir
PCC markþjálfi
Lilja er PCC vottaður markþjálfi og ACTC vottaður teymisþjálfari frá ICF, Coach and team coach vottuð frá EMCC. Viðskiptafræðingur MSc í stjórnun og stefnumótun og með diplóma í opinberri stjórnsýslu.
Til að viðhalda og bæta við þekkingu sína hefur Lilja sótt fjölmörg námskeið og ráðstefnur sem aðallega tengjast markþjálfun, teymisþjálfun, Lean, gæðamálum, ferlum og hverju öðru sem stuðlar að því að bæta lífið og tilveruna hvort heldur er í starfi eða leik.
Lilja er sjálfstætt starfandi markþjálfi og teymisþjálfari. Hennar helstu verkefni í gegnum tíðina hafa tengst mannauðs- og kjaramálum, fjármálum, ferlum, áhættumati, gæðamálum og þjónustu ásamt því að hafa verið með erindi m.a. um teymisvinnu og traust og kennt á tölvu- og bókhaldsnámskeiðum.
Lilja er fyrrverandi formaður (2018-2020) og gjaldkeri (2017-2018) ICF Iceland, Félags markþjálfa.
Helstu áhugamál Lilju eru að vera með fjölskyldunni, fara í leikhús, tónleika og listsýningar, gönguferðir og dans.
Mottó: Lengi getur gott batnað.
8676981
Linkedin slóð
Vefsíðu slóð
