top of page
ICF_woman_armsx.jpg

ICF MARKÞJÁLFUN

Svona starfa ICF markþjálfar

Markþjálfar sem hlotið hafa ICF þjálfun leggja sig fram um að virkja sköpunargleði einstaklinga. Þeir hvetja þá til að skoða málin frá nýju sjónarhorni, hreyfa við þeim og aðstoða þá við að finna farveg til að koma raunverulegum markmiðum í framkvæmd. Í markþjálfasamtali er litið svo á að hver einstaklingur sé sérfræðingur í sínu lífi og í samvinnu við hæfan markþjálfa geti allir komist í snertingu við sinn innri drifkraft og náð árangri. 

Í markþjálfasamtali beitir markþjálfinn virkri hlustun og spyr opinna spurninga til að ná fram því sem býr að baki þess sem einstaklingurinn tjáir. Hann speglar viðbrögðin til baka og hefur bein tjáskipti um það sem hann verður áskynja í samtalinu, allt til þess að ýta undir sjálfsþekkingu og lærdóm sem fært getur viðkomandi nær því sem hugur hans og hjarta stendur til.

 

Það sem faglegur ICF markþjálfi gerir hinsvegar ekki er að dæma um, gefa ráð eða stýra útkomunni þar sem slík inngrip eru til þess fallin að hamla sköpunarferlinu sem á sér annars stað innra með einstaklingnum sjálfum og er helsti hvatinn að árangri. Í raun þarf framúrskarandi markþjálfi ekki að hafa neina sérþekkingu á viðfangsefni hvers og eins. Hann þarf hinsvegar að vera sérfræðingur í að hýsa samtalið á faglegan og framfaramiðaðan hátt.

  • Þroskandi og skemmtilegt lærdómsferli sem miðar að því að aðstoða einstaklinga við að gera sínar eigin mikilvægu uppgötvanir, setja sér markmið og finna eigin leiðir til að fylgja þeim eftir.

  • Samtalstækni sem gengur út frá því að allir séu skapandi og að stærstu svörin sem leitað er að megi að finna hjá einstaklingunum sjálfum.
     

  • Styðjandi og uppbyggjandi samstarf, byggt á gagnkvæmu trausti og trúnaðarsambandi milli markþjálfa og marksækjenda þar sem unnið er að framförum í nútíð og framtíð.
     

  • Krefjandi og skapandi ferli sem ýtir undir sjálfsþekkingu, hvar gildi eru skoðuð og unnið er út frá styrkleikum og áhugahvöt hvers og eins til að hámarka mælanlegan árangur.
     

  • Aðferðafræði sem hvetur marksækjendur til að mæta sínum áskorunum með opnum huga, stíga út fyrir þægindahringinn og koma auga á möguleika í hverjum aðstæðum.

Markþjálfun á rætur að rekja til fræðigreina á sviði jákvæðrar sálfræði og þjálfunar. Með markþjálfun á ICF grunni gefst einstaklingum tækifæri til að skoða sjálfa sig, störf sín og hegðun í fullum trúnaðarsamskiptum við markþjálfa sem hefur hlotið faglega þjálfun í gegnum viðurkennt ICF nám. Um framfaradrifna samtalstækni er að ræða þar sem einstaklingurinn velur umræðuefnið en markþjálfinn heldur utan um samtalið. 

Concrete Wall

Vottaðir ICF markþjálfar

Þeir markþjálfar sem lokið hafa viðurkenndri þjálfun í gegnum ICF vottað nám, hafa til viðbótar staðist hæfismat og hlotið gæðavottun á færni sína og fagleg vinnubrögð frá alþjóðasamtökum ICF, eru auðkenndir ACC, PCC eða MCC* markþjálfar. Munur á milli auðkennanna þriggja liggur í námslengd og reynslu byggða á fjölda samtala sem býr að baki hverju vottunarstigi. Samfara því felst sá stigsmunur vottunar í viðurkenningu á færni markþjálfans til að dýpka markþjálfasamtöl með áherslu á einstaklinginn sjálfan, umfram eða samhliða viðfangsefni hans.

*Associate Certified Coach (ACC). Professional Certified Coach (PCC),

Master Certified Coach (MCC).

ICF_ICEchapter_coach.jpg
Life coaching

Viðurkennd aðferðafræði

Markþjálfun hefur notið vaxandi vinsælda um allan heim og er viðurkennd aðferðafræði til að auka verðmæti og flýta framgangi á hvaða vettvangi sem er. Ástæðan er einfaldlega sú að hún skilar árangri. Þeir sem notið hafa faglegrar markþjálfunar, hvort sem er í tengslum við störf sín eða í einkalífi, segja hana framúrskarandi tæki til að ná markmiðum, breyta vanahegðun og hugarfari eða einfaldlega til að hugsa lífið upp á nýtt.

Aukinn árangur

Markþjálfun bætir samskipti og aðstoðar einstaklinga við að ná betri árangri í lífi og starfi. Markþjálfinn skorar á, veitir aðstoð við að fá skýra sýn á tilganginn, víkka sjóndeildarhringinn, forgangsraða og koma auga á lausnir. Fjölmörg fyrirtæki hafa náð mælanlegum árangri með markþjálfun sem hefur jákvæð áhrif á fyrirtækjamenningu og ýtir undir helgun í starfi.

Meeting

Spurningar og svör um markþjálfun

  • Hvað er markþjálfun og hver er tilgangur hennar?
    Markþjálfun (Coaching) er framfaradrifin og þroskandi samtalsaðferð sem miðar að því að aðstoða einstaklinga við að gera sínar eigin mikilvægu uppgötvanir, setja sér markmið og finna eigin leiðir til að fylgja þeim eftir. Tilgangur markþjálfunar er að ýta undir framgang af einhverju tagi og henni er ýmist beitt á viðfangsefni tengd vinnu eða einkalífi en aðferðarfræðin er í grunninn sú sama í báðum tilfellum. Með markþjálfun á ICF grundvelli gefst einstaklingum tækifæri til að skoða sjálfa sig, störf sín og vanahegðun í fullum trúnaðarsamskiptum við markþjálfa sem hefur hlotið faglega þjálfun í gegnum viðurkennt ICF nám. Í markþjálfun ræður marksækjandinn (Coachee) ferðinni enda gengur aðferðin út frá því að allir séu skapandi og að stærstu svörin sem leitað er að megi finna hjá einstaklingnum sjálfum. Hann velur umræðuefnið en markþjálfinn (Coach) heldur utan um samtalið. Viðfangi markþjálfunar má gróflega skipta upp í leiðtogaþjálfun (Executive Coaching) og lífsþjálfun (Life Coaching). Leiðtogaþjálfun miðar sérstaklega að því að bæta árangur stjórnenda en í lífsþjálfun er fremur unnið með viðfangsefni tengd einkalífinu. Markþjálfar sem hlotið hafa ICF gæðavottun á færni sína og fagmennsku búa yfir hæfni til að markþjálfa einstaklinga óháð viðfangsefni. Sjá frekari útlistun á vottunarstigum markþjálfa hér fyrir neðan. - - - - - - - - - - Þeir markþjálfar sem lokið hafa viðurkenndri þjálfun í gegnum ICF vottað nám, hafa til viðbótar staðist hæfismat og hlotið gæðavottun á færni sína og fagleg vinnubrögð frá alþjóðasamtökum ICF, eru auðkenndir ACC, PCC eða MCC* markþjálfar. Munur á milli auðkennanna þriggja liggur í námslengd og reynslu byggða á fjölda samtala sem býr að baki hverju vottunarstigi. Samfara því felst sá stigsmunur vottunar í viðurkenningu á færni markþjálfans til að dýpka markþjálfasamtöl með áherslu á einstaklinginn sjálfan, umfram eða samhliða viðfangsefni hans. ​ *Associate Certified Coach (ACC) Professional Certified Coach (PCC) Master Certified Coach (MCC)
  • Hver er munurinn á markþjálfun og handleiðslu eða ráðgjöf?
    Í markþjálfun (Coaching) á ICF grundvelli er áhersla lögð á að valdefla einstaklinga til að taka sjálfir ábyrgð á framþróun sinna viðfangsefna með stuðningi markþjálfa og finna eigin leiðir til árangurs. Ólíkt handleiðslu (Mentoring) eða ráðgjöf (Consulting) felur hrein markþjálfun ekki í sér leiðsögn byggða á reynslu eða sérþekkingu á viðfanginu. Í hreinni markþjálfun ræður einstaklingurinn ávallt ferðinni. Faglegur ICF markþjálfi dæmir ekki um, gefur ráð eða stýrir útkomunni þar sem slík inngrip eru til þess fallin að hamla sköpunarferlinu sem á sér annars stað innra með einstaklingnum sjálfum og er helsti hvatinn að árangri. Í raun þarf framúrskarandi markþjálfi ekki að hafa neina sérþekkingu á viðfangsefni hvers og eins. Hann þarf hinsvegar að vera sérfræðingur í að hýsa samtalið á faglegan og framfaramiðaðan hátt.
  • Fyrir hverja er markþjálfun?
    Markþjálfun er fyrir einstaklinga sem vilja auka möguleika sína og hafa ríka löngun til vaxa á einhvern hátt. Aðferðir markþjálfunar nýtast hvort heldur sem er í starfstengdum eða persónutengdum málum. Markþjálfun er sniðin að þeim sem vilja fá aðstoð við að láta verkin tala og eru tilbúnir að horfast í augu við sjálfa sig, hvort sem er til að gera umbætur, velta upp nýjum möguleikum, ná settum markmiðum, taka ákvarðanir, takast á við breytingar, höndla samskipti, elta drauminn eða einfaldlega að byggja upp jákvæða sjálfsmynd og auka lífsgæðin. Markþjálfun hentar þeim sem eru tilbúnir í krefjandi og skapandi ferli sem ýtir undir sjálfsþekkingu, hvar gildi eru skoðuð og unnið er út frá styrkleikum og áhugahvöt hvers og eins til að hámarka mælanlegan árangur. Markþjálfun nýtist einstaklingum sem hafa trú á framfaradrifinni aðferðafræði sem hvetur þá til að mæta sínum áskorunum með opnum huga, stíga út fyrir þægindahringinn og koma auga á möguleika í hverjum aðstæðum. Markþjálfun á ICF grundvelli er fyrir þá sem vilja fá stuðning frá óháðum fagaðilum við að finna sjálfir sínar eigin mikilvægu lausnir eða leiðir að markmiðum. Sá sem sækir markþjálfun þarf að vera tilbúinn að leggja sig fram um að ástunda markþjálfunina af heilum hug á meðan á henni stendur, jafnt í samtölum sem á milli þeirra, hvar unnið er með viðfangsefni í nútíð og framtíð. Markþjálfunartæknin hentar því ekki þeim einstaklingum sem eru fyrst og fremst að leita eftir sérfræðiaðstoð við að vinna úr fortíðinni né þeim sem þarfnast leiðsagnar, ráðgjafar, greiningar eða meðferðar.
  • Hvaða viðfangsefni henta markþjálfun?
    Viðfangsefnum markþjálfunar eru lítil takmörk sett og geta tengst flestu því sem snýr að framgangi í vinnu og einkalífi svo framarlega sem einstaklingurinn sjálfur er tilbúinn til að mæta sínum áskorunum af heilum hug og vinna að mælanlegum framförum í nútíð og framtíð. Persónulegar og vinnutengdar áskoranir í nútíð eða draumar framtíðar geta verið verðug viðfangsefni í markþjálfun en einnig löngun til að ná framförum, koma hreyfingu á hlutina eða finna nýjar lausnir. Tímamót, framtíðarsýn, breytingar, erfiðar ákvarðanir, flókin samskipti, þörf til að auka sjálfsþekkingu og jákvæða sjálfsmynd, sem og flest það er snýr að því að láta draumana rætast og bæta lífsgæðin, eru algeng viðfangsefni í markþjálfun. Markþjálfun er tilvalin leið til að ýta undir færni, áhugahvöt og vellíðan starfsmanna en hún getur líka verið árangursrík leið til að bæta vinnustaðamenningu og taka á vandamálum sem upp koma tengd hegðunarmynstri og samskiptum. Loks er markþjálfun beitt til að styðja við stjórnendur, auka stjórnendahæfni þeirra og vinna með einstaklingum og teymum í gegnum breytingar.
  • Hvaða hag hafa einstaklingar af markþjálfun?
    Markþjálfun er þroskandi og skemmtilegt lærdómsferli sem miðar að því að aðstoða einstaklinga við að gera sínar eigin mikilvægu uppgötvanir, setja sér mælanleg markmið og finna eigin leiðir til að fylgja þeim eftir. Markþjálfun bætir samskipti og aðstoðar einstaklinga við að ná betri árangri í lífi og starfi. Markþjálfinn skorar á, veitir aðstoð við að fá skýra sýn á tilganginn, víkka sjóndeildarhringinn, forgangsraða og koma auga á lausnir. Í markþjálfun má dýpka sjálfsþekkinguna til muna með því að fá stuðning við að skoða hvar áhugahvötin liggur í samhljómi við persónuleg gildi og styrkleika. Jákvæð og uppbyggileg sjálfsskoðun í markþjálfunarferlinu er til þess fallin að bæta sjálfsmynd einstaklingsins og auka lífsgæði hans.
  • Hver er hagur fyrirtækis/stofnunar af markþjálfun?
    Fjölmörg fyrirtæki hafa náð mælanlegum árangri með markþjálfun sem hefur jákvæð áhrif á fyrirtækjamenningu og hvetur til helgunar í starfi. Með markþjálfun getur góður starfsmaður orðið enn betri og framþróun í starfi gengið betur fyrir sig. Markþjálfun er tilvalin leið til að ýta undir færni, áhugahvöt og vellíðan starfsmanna en hún getur líka verið árangursrík leið til að taka á vandamálum sem upp koma og eru tengd hegðunarmynstri og samskiptum. Loks er markþjálfun beitt til að styðja við stjórnendur, auka stjórnendahæfni þeirra og vinna með einstaklingum og teymum í gegnum breytingar.
  • Hvernig fer markþjálfun fram?
    Markþjálfun byggist á einu eða fleiri samtölum þar sem markþjálfinn beitir viðurkenndri samtalstækni til að aðstoða marksækjandann við að laða fram skýra sýn á viðfangsefni sín og ná á mælanlegan hátt þeim árangri sem hann sækist eftir. Markþjálfunin fer ýmist fram á staðbundnum samtalsfundum eða í gegnum skjásamtöl. Marksækjandinn velur sjálfur viðfangsefni fyrir markþjálfunina og vinnur að framgangi þess með aðstoð markþjálfans í hverju samtali og á milli samtala. Markþjálfar sem hafa hlotið þjálfun sem er viðurkennd af ICF leggja sig fram um að virkja sköpunargleði einstaklinga í samtölunum. Þeir hvetja þá til að skoða málin frá nýju sjónarhorni, hreyfa við þeim og aðstoða þá við að finna farveg til að koma raunverulegum markmiðum í framkvæmd. Í markþjálfasamtali er litið svo á að hver einstaklingur sé sérfræðingur í sínu lífi og í samvinnu við hæfan markþjálfa geti allir komist í snertingu við sinn innri drifkraft og náð árangri. Í markþjálfasamtali beitir góður markþjálfi virkri hlustun og spyr opinna spurninga til að ná fram því sem býr að baki þess sem einstaklingurinn tjáir. Hann speglar viðbrögðin til baka og hefur bein tjáskipti um það sem hann verður áskynja í samtalinu, allt til þess að ýta undir sjálfsþekkingu og lærdóm sem fært getur viðkomandi nær því sem hugur hans og hjarta stendur til. Góður markþjálfi tekur sjálfan sig út úr myndinni og skapar rými fyrir marksækjandann til að stjórna ferðinni á eigin forsendum. Að loknu samtali ber marksækjandinn ábyrgð á að stíga skref í átt að markmiði sínu eins og hann hefur gert áætlun um. Því er sérstaklega mikilvægt fyrir framvindu og árangur langtímamarkmiða að hann gefi sér tíma og rými til að sinna markþjálfaferlinu af alúðarfestu.
  • Hvað ber að hafa í huga við val á markþjálfa?
    Í upphafi er mikilvægt að kynna sér hvort markþjálfinn hafi tileinkað sér aðferðafræði markþjálfunar sem byggir á ákveðinni kjarnahæfni (Core Competences) og vinni eftir þeim leiðsagnareglum (Guiding Principles) og siðareglum (Code of Ethics) sem kveðið er á um í faginu og allir sem hafa farið í gegnum ICF viðurkennt nám eiga að kunna skil á. Gott samband á milli markþjálfa og marksækjanda byggir á trausti. Eftir stakan tíma ætti að vera auðvelt fyrir þann sem sækir markþjálfun að gera sér grein fyrir hvort samhljómur ríki milli aðila sem vert er að byggja trúnaðartraust á. Það sem hentar einum einstaklingi þarf ekki að henta öðrum. Við val á markþjálfa er einnig gott að gera sér grein fyrir hverju sóst er eftir að ná fram með markþjálfuninni þar sem markþjálfar með færni á ICF grunni gefa sig sumir hverjir út fyrir að þjónusta áveðinn markhóp á afmörkuðu sviði. Viðfangi markþjálfunar má gróflega skipta upp í leiðtogaþjálfun (Executive Coaching) og lífsþjálfun (Life Coaching). Leiðtogaþjálfun miðar sérstaklega að því að bæta árangur stjórnenda en í lífsþjálfun er fremur unnið með viðfangsefni tengd einkalífinu. Markþjálfar sem hlotið hafa ICF gæðavottun á færni sína og fagmennsku búa yfir hæfni til að markþjálfa einstaklinga óháð viðfangsefni. Sjá frekari útlistun á vottunarstigum markþjálfa hér fyrir neðan. - - - - - - - - - - Þeir markþjálfar sem lokið hafa viðurkenndri þjálfun í gegnum ICF vottað nám, hafa til viðbótar staðist hæfismat og hlotið gæðavottun á færni sína og fagleg vinnubrögð frá alþjóðasamtökum ICF, eru auðkenndir ACC, PCC eða MCC* markþjálfar. Munur á milli auðkennanna þriggja liggur í námslengd og reynslu byggða á fjölda samtala sem býr að baki hverju vottunarstigi. Samfara því felst sá stigsmunur vottunar í viðurkenningu á færni markþjálfans til að dýpka markþjálfasamtöl með áherslu á einstaklinginn sjálfan, umfram eða samhliða viðfangsefni hans. ​ *Associate Certified Coach (ACC) Professional Certified Coach (PCC) Master Certified Coach (MCC)
  • Hvað einkennir góðan markþjálfa?
    Það sem einkennir góðan markþjálfa er framúrskarandi hæfileiki til að skapa trúnaðartraust á milli aðila og mynda styðjandi umgjörð utan um einstaklinginn í samtali. Í markþjálfasamtali beitir góður markþjálfi virkri hlustun og spyr opinna spurninga til að ná fram því sem býr að baki þess sem einstaklingurinn tjáir. Hann speglar viðbrögðin til baka og hefur bein tjáskipti um það sem hann verður áskynja í samtalinu, allt til þess að ýta undir sjálfsþekkingu og lærdóm sem fært getur viðkomandi nær því sem hugur hans og hjarta stendur til. Góður markþjálfi tekur sjálfan sig út úr myndinni og skapar rými fyrir marksækjandann til að stjórna ferðinni á eigin forsendum. Til að verða góður markþjálfi þarf markþjálfinn að hafa tileinkað sér aðferðafræði markþjálfunar sem byggir á ákveðinni kjarnahæfni (Core Competences) og vinna eftir þeim leiðsagnareglum (Guiding Principles) og siðareglum (Code of Ethics) sem kveðið er á um í faginu og allir sem hafa farið í gegnum ICF viðurkennt nám eiga að kunna skil á. Góður markþjálfi hjálpar marksækjanda að víkka sjóndeildarhringinn, fara út fyrir þægindarammann og koma auga á hvernig hægt er að yfirstíga mögulegar hindranir. Það sem gerir góðan markþjálfa að afburða markþjálfa er sú þjálfun sem hann hefur hlotið í beitingu eigin innsæis og gæðavottunarstig hans er til vitnis um. Afburða markþjálfi beitir innsæi sínu til að spyrja marksækjandann réttu spurninganna í takt við framvindu samtalsins en varast að nota það til að hrapa að eigin ályktunum. Það sem góður og faglegur ICF markþjálfi gerir ekki er að dæma um, gefa ráð eða stýra útkomunni þar sem slík inngrip eru til þess fallin að hamla sköpunarferlinu sem á sér annars stað innra með einstaklingnum sjálfum og er helsti hvatinn að árangri. Í raun þarf framúrskarandi markþjálfi ekki að hafa neina sérþekkingu á viðfangsefni hvers og eins. Hann þarf hinsvegar að vera sérfræðingur í að hýsa samtalið á faglegan og framfaramiðaðan hátt. - - - - - - - - - - Þeir markþjálfar sem lokið hafa viðurkenndri þjálfun í gegnum ICF vottað nám, hafa til viðbótar staðist hæfismat og hlotið gæðavottun á færni sína og fagleg vinnubrögð frá alþjóðasamtökum ICF, eru auðkenndir ACC, PCC eða MCC* markþjálfar. Munur á milli auðkennanna þriggja liggur í námslengd og reynslu byggða á fjölda samtala sem býr að baki hverju vottunarstigi. Samfara því felst stigsmunur vottunar í viðurkenningu á færni markþjálfans til að dýpka markþjálfasamtöl með áherslu á einstaklinginn sjálfan, umfram eða samhliða viðfangsefni hans. ​ *Associate Certified Coach (ACC) Professional Certified Coach (PCC) Master Certified Coach (MCC)
  • Hvað þarf til að verða markþjálfi?
    Til að verða markþjálfi samkvæmt ICF viðmiðum þarf einstaklingur að hafa lokið námi í markþjálfun sem er viðurkennt eftir alþjóðlegum eða evrópskum stöðlum og er að lágmarki 60 kennslustundir. Þeir einstaklingar sem hafa valið að ganga í ICF Iceland, fagfélag markþjálfa á Íslandi, hafa allir slíkt nám á bak við sig. Til að tryggja að markþjálfi hafi til að bera tilskylda færni og viðhaldi fagvitund sinni, hvetur ICF til símenntunar í faginu og gæðavottunar á færni markþjálfa og fagmennsku. Þeir markþjálfar sem lokið hafa viðurkenndri þjálfun í gegnum ICF vottað nám, hafa til viðbótar staðist hæfismat og hlotið gæðavottun frá alþjóðasamtökum ICF, fá auðkenninguna ACC, PCC eða MCC* markþjálfar. Munur á milli auðkennanna þriggja liggur í námslengd og reynslu byggða á fjölda samtala sem býr að baki hverju vottunarstigi. Samfara því felst stigsmunur milli vottana í viðurkenningu á færni markþjálfans til að dýpka markþjálfasamtöl með áherslu á einstaklinginn sjálfan, umfram eða samhliða viðfangsefni hans. *Associate Certified Coach (ACC) Professional Certified Coach (PCC) Master Certified Coach (MCC)
  • Hvers virði er gæðavottun ICF og hvað liggur að baki henni?
    International Coaching Federation (ICF) eru stærstu markþjálfafagsamtök heims. Samtökin eru leiðandi á sviði gæðastaðla í faginu og eru virtasti vottunaraðili markþjálfaranáms og markþjálfa á heimsvísu. ICF vottun sannar virði sitt þegar kemur að viðurkenningu á gæðum náms eða á færni og fagvitund einstaka markþjálfa. Fyrir vottaðan markþjálfa liggur virðið í gæðum þeirrar þjálfunar sem hann hefur hlotið og í vitnisburði um gæðastaðal þeirrar þjónustu sem hann er fær um að veita. Fyrir viðskiptavini hans liggur virðið í þeirri vissu að markþjálfinn hafi hlotið faglega leiðsögn og að gæðavottun hans feli í sér heilindi hans sem fagmanneskju. Til að fá gæðavottun þarf viðurkenndur markþjálfi að standast skriflegt próf og fara í gegnum færnismat hjá alþjóðasamtökum ICF. Þá þarf hann að hafa lokið ákveðnum fjölda kennslustunda, samtala og mentormarkþjálfunartíma til samræmis við þær kröfur sem liggja að baki hverju vottunarstigi. Í færnismatinu felst að markþjálfar þurfa að skila inn tveimur upptökum með handritum af raunverulegum markþjálfasamtölum sem sýna fram á hæfni til að nota alla helstu grunnfærnisþætti markþjálfunar í samtali. Gæðavottun ICF gildir í þrjú ár í senn. Endurnýjun vottunar krefst þess að markþjálfi standist próf úr siðareglum ICF og skili inn staðfestingu á endurmenntun og ákveðnum tímafjölda í mentormarkþjálfun.
  • Fyrir hvað stendur ACC, PCC og MCC vottun hjá markþjálfa?
    Þeir markþjálfar sem lokið hafa viðurkenndri þjálfun í gegnum ICF vottað nám, hafa til viðbótar staðist hæfismat og hlotið gæðavottun á færni sína og fagleg vinnubrögð frá alþjóðasamtökum ICF, eru auðkenndir ACC, PCC eða MCC* markþjálfar. Munur á milli auðkennanna þriggja liggur í námslengd og reynslu byggða á fjölda samtala sem býr að baki hverju vottunarstigi. Samfara því felst stigsmunur vottunar í viðurkenningu á færni markþjálfans til að dýpka markþjálfasamtöl með áherslu á einstaklinginn sjálfan, umfram eða samhliða viðfangsefni hans. ​ *Associate Certified Coach (ACC) Professional Certified Coach (PCC) Master Certified Coach (MCC)
  • Hver er ástæðan fyrir auknum vinsældum markþjálfunar?
    Fagleg markþjálfun hefur notið vaxandi vinsælda um allan heim og er viðurkennd aðferðafræði til að auka verðmæti og flýta framgangi á hvaða vettvangi sem er. Ástæðan fyrir auknum vinsældum á ICF viðurkenndri markþjálfun hérlendis sem erlendis er einfaldlega sú að hún skilar árangri. Það er fátt eins líklegt til að „færa fjöll úr stað" og sá innri drifkraftur sem leysist úr læðingi við það að gera sínar eigin mikilvægu uppgötvanir, setja sér markmið og finna eigin leiðir til að fylgja þeim eftir. Það kemur því ekki á óvart að þeir sem notið hafa faglegrar markþjálfunar, hvort sem er í tengslum við störf sín eða í einkalífi, segi hana framúrskarandi tæki til að ná markmiðum, breyta vanahegðun og hugarfari eða einfaldlega til að hugsa lífið upp á nýtt.
bottom of page